top of page
Search
ZOLO

Plís ekki enn annar ísbíltúrinn!

Updated: Sep 29, 2022

Það er tími til að hittast og Smitten og ZOLO hafa planað fullkomið deit og það eina sem þú þarft að gera er að bjóða þeim heppna eða heppnu.





Áður en við vitum af læðist veturinn í garð, dimmir dagar og gegnblautir skór er það sem bíður okkar. Það er á þessum tímum sem ekkert jafnast á við að kúra undir teppi til að hlýja kaldar tásur með þínum one and only.

"Cuffing season" er runnin upp og ef þú vilt geta deilt stórum bragðaref á meðan þú horfir á enn eina heimildar seríu um raðmorðingja á Netflix með bae, þá er tími til að gera eitthvað í málunum.

Við finnum til með þér og í samstarfi með Smitten höfum við búið til hið fullkomna deit sem er bæði skemmtilegt og frumlegt. Borðið góðan mat og skoðið miðbæinn því það er nóg að skoða og óþarfi að upplifa vandræðalegar þagnir.

Þó það sé verðbólga þurfi þið ekki að hafa of miklar áhyggjur, því það eru veitingastaðir sem hafa jafn mikla trú á ástinni og við! Í samstarfi með þeim langar okkur að gefa myndarlegan afslátt þegar þið sýnið þeim Smitten appið í símanum, sem þið getið sótt hér.


Við hjá ZOLO ætlum einnig að gefa ykkur sitthvorar 10 mínúturnar. Þegar þið sláið inn kóðann 'Smitten' í ZOLO appinu.


Ferðin fer í gegnum miðbæinn og höfum við búið til kort fyrir þig til að fylgja svo þú villist ekki á leiðinni.



Hittumst á Duck & Rose.


Vinir okkar hjá Duck & Rose taka á móti ykkur.

Girnilegir réttir, góður andi og fullkominn staður til að setjast niður í létta rétti og fara yfir plan kvöldsins.

Á D&R fáið þið 15% af matseðli og drykkjum.

Við mælum með að deila Burrata og/eða Carpaccio!




Sækið ZOLO appið og rennið ykkur í garð Einars Jónssonar listamanns.


(pro tip) Ef veðrið er gott mælum við með að þið takið lítin hring í kring um tjörnina áður en þið haldið upp Skólavörðustíginn í átt að Hallgrímskirkju.


Hægra megin við kirkjuna er Listasafn Einars Jónssonar.

Þið ætlið ekki inn á safnið heldur ætli þið að ganga inn í höggmyndagarð safnsins frá Freyjugötu, hann er alltaf opinn og aðgangur að honum ókeypis (score!).

Þú getur skorað nokkur stig til viðbótar með skemmtilegum fróðleiksmolum:

T.d. þegar þið standið í miðjum garðinum getur þú bent á svalirnar á húsinu og sagt að þarna var svefnherbergi Einars og konu hans Ellen.

Seinna kom samt í ljós að þau sváfu í sitthvoru herberginu og voru barnslaus, orðrómur starfsmanna safnsins er að Einar Jónsson hafi mögulega verið samkynhneiðgur.. en ekki taka það frá okkur

Þessi garður er gríða fallegur og verk Einars eru eingu lík.




Endum deitið á Port 9


Psst... þessi staður er best geymda leyndarmál vínunnundum miðbæjarinns svo haltu þessum stað á milli okkar.

Notalegt andrúmsloft, heimsklassa vín, ró og næði.

Vinir okkar á Port 9 munu bjóða ykkur upp happy hour verð á drykkjum út kvöldið -> 1.200kr



Þar hafið þið það!


Við vonum að þið njótið og eigið góðar stundir saman.

Láttu okkur endilega vita hvernig deitið fer með því að tagga okkur @zoloiceland // @Smittendating



222 views0 comments

Comments


bottom of page